Sviss tók á móti Kamerún í fyrsta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu í Katar. Leikurinn var jafnframt sá fyrsti í G-riðli mótsins.
Svisslendingar voru heilt yfir betri í leiknum og fóru með sigur af hólmi.
Það var Breel Embolo, sem er einmitt fæddur í Kamerún og bjó þar sín fyrstu ár, sem skoraði eina mark leiksins af stuttu færi á 48. mínútu leiksins.
Kappinn fagnaði markinu ekki.
Úrslitin þýða að Sviss er með þrjú stig en Kamerún enn án stiga.
Í þessum sama riðli eru einnig Brasilía og Serbía. Þau mætast einmitt klukkan 19 í kvöld.
Hér að neðan má hlusta á nýjasta HM-hlaðvarp íþróttadeildar Torgs, þar sem farið er yfir allt það helsta á mótinu