Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem hefur leik á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag gegn Gana. Auk þess er hann fyrirliði liðsins.
Ronaldo hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur eftir að umdeilt viðtal við hann sem hann bað sjálfur um og fór í hjá Piers Morgan fór í loftið.
Í viðtalinu fór Ronaldo mikinn. Gagnrýndi meðal annars stöðu mála hjá Manchester United, sagði félagið gera sig að svörtum sauð og hann að hann bæri ekki virðingu fyrir knattspyrnustjóra liðsins Erik ten Hag af því hann bæri ekki virðingu fyrir honum.
Á dögunum var tilkynnt að leikmaðurinn og Manchester United hefðu komist að samkomulagi um að rifta samningi sín á milli. Ronaldo er því án félags.
Cristiano Ronaldo starts and CAPTAINS Portugal against Ghana 👀
They kick-off at 16:00 GMT #BBCFootball #BBCWorldCup #FIFAWorldCup pic.twitter.com/XYaD08BZKx
— BBC Sport (@BBCSport) November 24, 2022