Tæknirisinn Apple hefur áhuga á að kaupa Manchester United á 5,8 milljarð punda. Frá þessu er sagt í enskum fjölmiðlum í dag.
Það kom nokkuð á óvart þegar Glazer fjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni um að United væri til sölu.
Fjárfestingabankinn Raine tekur nú við símtölum og tilboðum frá áhugasömum aðilum en Glazer fjölskyldan mun selja félagið hæstbjóðanda.
Sagt er að Apple hafi áhuga á að kaupa United en með því yrði United ríkasta knattspyrnufélag í heimi. .
Félagið er með um 326 milljarða punda í tekjur á hverju ári. Tim Cook stjórnarformaður Apple vill skoða þetta samkvæmt fréttum.