Armancio Ortega, 19 ríkasti maður í heimi hefur sett nafn sitt í hattinn af þeim sem vilja kaupa Manchester United.
Ortega er þekktastur fyrir það að vera stofnandi verslunarinnar Zara sem gerir vel út um allan heim.
Glazer fjölskyldan vill selja og miðað við fréttir síðustu daga er nóg af fólki til í að kaupa félagið.
Samkvæmt fréttum dagsins hefur Ortega þegar hafi viðræður við forráðamenn United um hvernig kaupin ganga fyrir sig.
Fjölmiðlar vestanhafs þar sem Glazer fjölskyldan, eigendur Manchester United, er búsett er talað um að miðað við áhuga megi búast við því að verðið hækki.
Áhuginn er gríðarlegur en Apple skoðar það að kaupa United, Sir Jim Ratcliffe hefur staðfest áhuga og fleiri til.
Talað er um að kaupverðið á United verði í kringum 6 milljarða punda en Ortega er metinn á um 60 milljarða punda.