Spænska landsliðið var ekki í miklum vandræðum í sínum fyrsta leik á HM í Katar en spilað var við lið Kosta Ríka í dag.
Þeir spænsku eru af sumum taldir sigurstranglegir í mótinu en um er að ræða efnilegt lið sem á framtíðina fyrir sér.
Fyrr í dag var boðið upp á óvænt úrslit er Þýskaland tapaði 2-1 gegn Japan og ætluðu Spánverjarnir ekki að gera sömu mistök.
Spánn gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í leiknum án þess að Kosta Ríka náði að svara.
Gavi var á meðal markaskorara Spánar og er yngsti markaskorari HM síðan Pele skoraði á HM 1958.
Gavi skoraði fimmta mark Spánverja og er þriðji yngsti markaskorari keppninnar frá upphafi.