Marokkó og Króatía gerðu jafntefli í fyrsta leik F-riðils á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Leikurinn var bragðdaufur og sköpuðu liðin sér fá færi.
Niðurstaðan varð markalaust jafntefli og bæði lið því með eitt stig eftir fyrstu umferð riðlakeppninnar
Í sama riðli eru Belgía og Kanada, en þau mætast einmitt klukkan 19 í kvöld.