Samkvæmt enskum veðbönkum er líklegast að Sir Jim Ratcliffe kaupi Manchester United. Félagið er nú til sölu.
Glazer fjölskyldan tilkynnti í gær að félagið væri til sölu. Fjölskyldan er ekki vinsæl á meðal stuðningsmanna.
Kaupverðið er sagt vera um og yfir 6 milljarða punda. Ratcliffe er einn efnaðasti maður Bretlands og er harður stuðningsmaður Manchester United.
Fjárfestingahópur frá Dubai er næstur í röðinni samkvæmt veðbönkum. David Beckham skorar einnig nokkuð hátt hjá veðbönkum og Elon Musk eigandi Tesla og Twitter kemur til greina.
Neðarlega á listanum má svo finna þá Donald Trump og Boris Johnson en það er nánast ómögulegt að þeir kaupi félagið.
Líklegustu kaupendur United samkvæmt veðbönkum:
Sir Jim Ratcliffe 3/1
Investment Corporation of Dubai 5/1
Elon Musk 7/1
Nick Candy 8/1
David Beckham 14/1
Mark Zuckerberg 20/1
Mike Ashley 22/1
Cristiano Ronaldo 30/1
Jeff Bezos 30/1
Conor McGregor 35/1
Usain Bolt 40/1
Bill Gates 50/1
Floyd Mayweather 50/1
Donald Trump 200/1
Boris Johnson 1000/1