Leikur Þýskalands og Japan er í fullum gangi á HM en mannréttindabrot í Katar hafa verið á allra vörum í upphafi móts.
FIFA hefur lagt bönn og boð á öll mótmæli liða og var það meðal annars bannað að bera fyrirliðaband sem átti að styðja hinsegin samfélagið.
Þjóðverjar stilltu sér upp fyrir leik og á táknrænan hátt héldu allir leikmenn liðsins fyrir munninn á sér.
Manuel Neuer markvörður liðsins er einnig með regnbogalitina á takkaskónum sínum og hefur það vakið athygli.