Nú er í gangi leikur Belgíu og Kanada á HM en staðan þegar þetta er skrifað er markalaus.
Kanada klikkaði á vítaspyrnu á 11. mínútu leiksins en Alphonso Davies mistókst þá að skora.
Stuttu seinna átti Kanada líklega að fá annað víti en nokkuð óvænt þá var ekkert dæmt að þessu sinni.
Til að byrja með var dæmt rangstaða á leikmann Kanada sem var ekki rétt þar sem hann fékk boltann frá Belga.
Hörður Magnússon, Höddi Magg, var handviss í útsendingu RÚV að um víti væri að ræða.
Afar umdeild atvik í leiknum – Kanada vill fá dæmda aðra vítaspyrnu. Höddi Magg alveg viss, hvað finnst þér? pic.twitter.com/7runp9RMZr
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 23, 2022