Cristiano Ronaldo spilar ekki fleiri leiki fyrir Manchester United en samningi hans við félagið hefur verið rift.
Ronaldo gaf út mjög umdeilt viðtal við Piers Morgan nýlega þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð Man Utd harkalega.
Enska stórliðið gat ekki gert annað en að rifta samningi Portúgalanss sem er 37 ára gamall og spilar nú á HM.
Wayne Rooney, fyrrum liðsfélagi Ronaldo, segir að ákvörðunin komi ekki á óvart og að ekkert annað væri í stöðunni.
,,Kemur mér þetta á óvart? Nei,“ sagði Rooney í samtali við Sport 18 en hann er í dag stjóri DC United.
,,Það var ekkert annað í stöðunni og það er leiðinlegt því hann hefur verið frábær þjónn fyrir félagið. Ég óska honum alls hins besta.“