Cristiano Ronaldo hefur verið sektaður um 50 þúsund bann og settur í tveggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir óíþróttamannslega hegðun eftir leik Manchester United og Everton í vor.
Ronaldo var pirraður eftir 1-0 tap. Þegar leikmenn gengu af velli virtist Ronaldo slá einhverju frá sér. Það var síðar staðfest að það var sími hins 14 ára gamla Jacob.
Portúgalinn hefur síðar beðist afsökunar á atvikinu en gæti nú hlotið refsingu.
Ronaldo hefur verið mikið í umræðuni undanfarið. Hann fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan, þar sem hann brenndi allar brýr að baki sér hjá United.
Í kjölfarið rifti hann svo samningi sínum sínum við félagið. Það var staðfest í gær.
Ronaldo mun því byrja feril sinn hjá nýju félagi í tveggja leikja banni.