Magni Fannberg er líkleg á leið aftur til sænska stórliðsins AIK en hann gerði frábæra hluti þar um tíma.
Stjórnarformaður AI, Manuel Lindberg, staðfesti við sænska fjölmiðla í dag að það væri nú á dagskrá að endurheimta Magna.
Magni vann sem þróunarstjóri AIK og var til að mynda valinn stjórnandi ársins fyrir árið 2021.
Hann tók að sér starf sem íþróttastjóri Start í Noregi í byrjun árs en virðist nú vera á leið aftur til Svíþjóðar.
Magni skrifaði undir hjá Start í febrúar og gerði þá fjögurra ára samning.