Þýskaland er komið með bakið upp við vegg á Heimsmeistaramótinu í Katar eftir verulega óvænt tap gegn Japan.
Þýskaland voru mikið mun sterkari aðili leiksins framan af leik en Ilkay Gundogan kom liðinu yfir. Markið skoraði Gundogan úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Þýskaland fékk urmul færa til að klára leikinn en voru ekki í markaskónum. Það nýttu Japanar sér.
Ritsu Doan jafnaði leikinn á 75 mínútu og átta mínútum síðar var það Takuma Asano sem kom Japan yfir. Bæði Doan og Asano komu inn sem varamenn í leiknum.
Þeir þýsku reyndu að koma inn jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki. Liðið heldur betur komið í holu en Spánn og Kosta Ríka eru einnig í riðlinum.
Þjóðverjar upplifðu martröð á HM í Rússlandi árið 2018 er liðið komst ekki upp úr riðlinum en sú saga gæti endurtekið sig í Katar.