Marko Arnautovic hefur staðfest það loksins að hann hafi verið á óskalista Manchester United í sumar.
Man Utd reyndi ítrekað að fá Arnautovic í sínar raðir frá Bologna en sóknarmaðurinn lék áður með Stoke og West Ham á Englandi.
Fjölskylda Arnautovic vildi snúa aftur til Englands en hann tók að lokum ákvörðun fyrir sjálfan sig.
,,Manchester United reyndi að semja við mig í nokkur skipti og það var erfið ákvörðun því fjölskyldan vildi snúa aftur til Englands,“ sagði Arnautovic.
,,Rauðu Djöflarnir eru eitt besta félagslið heims en Bologna sem nafn er ekki á sama stað. Það er hins vegar í lagi. Hérna er allt rólegt og þú getur notið þess að vera þú án þess að vera stressaður. Það er bara gott fyrir mig.“