Belgía 1 – 0 Kanada
1-0 Michy Batshuayi(’44)
Belgía byrjar HM í Katar vel en liðið spilaði sinn fyrsta leik á mótinu í kvöld gegn Kanada.
Kanada fékk kjörið tækifæri til að komast yfir í kvöld er liðið fékk vítaspyrnu á aðeins 11 mínútur.
Alphonso Davies steig á punktinn en Thibaut Courtois gerði sér lítið fyrir og varði frá honum.
Michy Batshuayi sá um að koma Belgum yfir en hann skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu.
Batshuayi fær ekkert að spila með félagsliðum en er alltaf sjáanlegur með landsliðinu.