Ben White, leikmaður Arsenal og Englands, er einn af fáum knattspyrnumönnum sem fylgjast í raun ekkert með íþróttinni.
White horfði ekkert á fótbolta sem krakki og þar á meðal HM en hann er hluti af enska landsliðshópnum á HM.
White getur ekki ímyndað sér að horfa á fótbolta til að slaka á og væri til í að vera gera eitthvað allt annað.
,,Þegar ég var krakki, á sumrin þá hjólaði ég meðfram ströndinni í Bournemouth og sá leikina á risaskjá,“ sagði White.
,,Vanalega þá var ég aldrei að horfa á fótbolta í vikunni. Ég veit ekki hvað það var, ég ólst ekki upp við fótbolta og hann var aldrei í gangi heima hjá mér.“
,,Allir eru að horfa, er það ekki? Ég var ekki svo aktívur og það sama má segja um mig í dag.“
,,Að fá sér sæti, horfa á 90 mínútur af fótbolta eftir að hafa hæft allan daginn og farið á fjóra eða fimm fundi? Það síðasta sem ég vil gera er að horfa á meiri fótbolta.“