fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Þetta eru laun forseta FIFA

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 07:50

Gianni Infantino, forseti FIFA / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru engin sultarlaun sem Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur hjá sambandinu en hann hefur verið forseti þess síðan 2016. Á hverri klukkustund, sem HM stendur yfir í Katar, fær hann sem svarar til tæplega 50.000 króna í laun.

Þetta er að minnsta kosti niðurstaðan ef miða má við ársskýrslu FIFA fyrir árið 2021. Þar kemur fram að heildarlaun Infantino hafi verið 2,98 milljónir svissneskra franka. Það svarar til tæplega 450 milljóna íslenskra króna.

Af þessari upphæð er um ein milljón franka bónusgreiðslur sem verða greiddar á þessu ári.

Infantion hlýtur að vera ánægður með laun sín þegar hann ber þau saman við laun annarra valdamikilla aðila um allan heim. Til dæmis má nefna að árslaun Joe Biden, Bandaríkjaforseta, eru sem nemur um 60 milljónum íslenskra króna að sögn Business Insider.

Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar IOC, fékk sem svarar til um 40 milljóna íslenskra króna á síðasta ári. Þetta er einhverskonar uppbót því starfið er sjálfboðaliðsstarf.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ekki birt upplýsingar um laun Aleksander Ceferin, forseta þess, á síðasta ári en fjölmiðlar hafa sagt að laun hans hafi verið sem nemur tæplega 300 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég vona að eiginmaður þinn drepist“

„Ég vona að eiginmaður þinn drepist“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkenna mistök sín eftir hið groddaralega brot

Viðurkenna mistök sín eftir hið groddaralega brot