Þetta er að minnsta kosti niðurstaðan ef miða má við ársskýrslu FIFA fyrir árið 2021. Þar kemur fram að heildarlaun Infantino hafi verið 2,98 milljónir svissneskra franka. Það svarar til tæplega 450 milljóna íslenskra króna.
Af þessari upphæð er um ein milljón franka bónusgreiðslur sem verða greiddar á þessu ári.
Infantion hlýtur að vera ánægður með laun sín þegar hann ber þau saman við laun annarra valdamikilla aðila um allan heim. Til dæmis má nefna að árslaun Joe Biden, Bandaríkjaforseta, eru sem nemur um 60 milljónum íslenskra króna að sögn Business Insider.
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar IOC, fékk sem svarar til um 40 milljóna íslenskra króna á síðasta ári. Þetta er einhverskonar uppbót því starfið er sjálfboðaliðsstarf.
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ekki birt upplýsingar um laun Aleksander Ceferin, forseta þess, á síðasta ári en fjölmiðlar hafa sagt að laun hans hafi verið sem nemur tæplega 300 milljónum íslenskra króna.