Það var hart barist á ITV í Englandi í dag þegar verið var að greina leik Argentínu og Sádí Arabíu.
Verið var að fara yfir vítaspyrnudóminn í fyrri hálfleik þar sem Argentína komst yfir.
Graeme Souness og Roy Keane tókust þá á um dóminn en að lokum bað Souness félaga sinn um að halda kjafti.
Sádí Arabía vann ótrúlegan 2-1 sigur í leiknum en Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í fyrrri hálfleik sem þótti umdeild. „Ég er hér til að segja mína skoðun og ég segi þetta aftur, þetta var ekki víti í mínum huga,“ sagði Keane og endurtók sig reglulega.
„Ég hef heyrt þig segja þetta tíu sinnum, leyfðu öðrum að tala. Þú lærir meira af því að hlusta á aðra,“ sagði Souness.
Rifrildið má sjá hér að neðan.
Its Fireworks! Roy Keane vs Graeme Souness. Was It A Penalty? 🍿🍿#WorldCup #WorldcupQatar2022 #WorldCup2022 #السعوديه_الارجنتين #Argentina #drama pic.twitter.com/5fRcH8gei7
— Snook-Doc (@SnookDoc35) November 22, 2022