Lionel Messi er búinn að skora fyrsta mark Argentínu á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Liðið keppir nú við Sádi-Arabíu og stundarfjórðungur er liðinn af leiknum.
Messi kom Argentínu yfir með marki úr vítaspyrnu á níundu mínútu.
Argentína er talið með sigurstranglegri liðum HM og fer vel af stað.
Smelltu hér til að sjá mark Messi og dóminn.