Leikur Argentínu og Sádi-Arabíu stendur nú yfir á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Lionel Messi kom Argentínu yfir á níundu mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Staðan er orðin 1-2 fyrir Sáda. Þeir jöfnuðu á 48. mínútu með marki frá Saleh Al-Shehri. Um fyrstu marktilraun þeirra í leiknum var að ræða.
Markið má sjá hér.
Skömmu síðar var Sádi-Arabía komin yfir. Salem al-Dossari gerði markið. Það má sjá hér.
Undir lok fyrri hálfleiks hélt Lautaro Martinez að hann hafi komið Argentínu í 2-0 en markið var dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu.
Markið var dæmt af með nýrri rangstöðutækni.
Tæp klukkustund er liðin af leiknum.