fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
433Sport

Meinaður aðgangur að leik á HM í gær – Ástæðan? Sokkarnir hans!

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 06:57

Þetta eru sokkarnir hættulegu. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liggur alveg ljóst fyrir að hvorki Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA né yfirvöld í Katar, þar sem HM fer fram þessa dagana, kæra sig um það sem tengist mannréttindum í Katar, eða öllu heldur skorti á þeim.

Þetta kom í ljós í gær þegar bandarískum blaðamanni var meinaður aðgangur að leik Bandaríkjanna og Wales á HM í Katar. Ástæðan var að hann var í stuttermabol með regnbogamerki, sem er merki hinsegin fólks.

Áður hafði mikil umræða verið um OneLove fyrirliðabönd nokkurra liða á mótinu en þau ákváðu í gær að nota það ekki því FIFA hótaði að beita þau refsingu ef það yrði gert.

Belgíska landsliðið neyddist til að skipta um útivallabúning því orðið „Love“ stendur á kraga búningsins sem fyrirhugað var að nota.

Daninn Christoffer Pederstrup mætti gallvaskur á leik Bandaríkjanna og Wales í gær og átti ekki von á öðru en hann gæti fylgst með leiknum.

Íklæddur sokkum í regnbogalitum og OneLove-armbindi reyndi hann að komast í gengum miðaeftirlitið við leikvanginn. En það gekk ekki.

„Ég var stoppaður eftir að ég var kominn í gegnum öryggisleitina. Þá horfði vörðurinn á mig og sagði að ég yrði að fara út og setja sokkana mína og armbindi í geymslu. Ég spurði: „Af hverju?“ Hann svaraði hann með því að endurtaka margoft: „Þú verður að setja þá í geymslu.“ Það var augljóst að þetta var ekki til umræðu,“ sagði Pederstrup í samtali við TV2 SPORT.

Hann sagðist ósáttur við að hafa ekki fengið að fara inn með armbindið og regnbogasokkana en vörðurinn hafi verið kurteis í samskiptum.

Pederstrup var fylgt að geymslu af öðrum verði þar sem hann tók upp myndband þar sem hann útskýrði stöðu mála.

Hann vildi ekki taka áhættuna á að sokkarnir og bindið myndu hverfa úr geymslunni á meðan hann væri að horfa á leikinn svo hann tók ákveðna áhættu.

„Ég braut sokkana niður fyrir ökkla, þannig að þeir sáust ekki. Ég setti bindið í vasann og síðan gekk ég inn um annan inngang og komst inn,“ sagði hann.

Hann sagðist hafa íhugað að bretta sokkana upp aftur þegar inn var komið en hafi ekki þorað að taka meiri áhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fullyrða að Damir muni moka peningum í Singapúr – Þetta er upphæðin sem talað er um

Fullyrða að Damir muni moka peningum í Singapúr – Þetta er upphæðin sem talað er um
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kveðjubréf Ruud van Nistelrooy vekur athygli

Kveðjubréf Ruud van Nistelrooy vekur athygli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Landsliðið mætir Kanada og Dönum

Landsliðið mætir Kanada og Dönum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr landsliðsópur kvenna – Áslaug Munda snýr aftur

Nýr landsliðsópur kvenna – Áslaug Munda snýr aftur
433Sport
Í gær

Trent sagður hafa hafnað nokkrum tilboðum frá Liverpool

Trent sagður hafa hafnað nokkrum tilboðum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Hrakfarir dómarans halda áfram – Reyndi að skipuleggja eiturlyfjapartý á meðan hann var mættur til að dæma

Hrakfarir dómarans halda áfram – Reyndi að skipuleggja eiturlyfjapartý á meðan hann var mættur til að dæma
433Sport
Í gær

Fletcher missti hausinn og öskraði á dómarann: Dæmdur í bann – ,,Andskotans brandari í hverri einustu viku“

Fletcher missti hausinn og öskraði á dómarann: Dæmdur í bann – ,,Andskotans brandari í hverri einustu viku“
433Sport
Í gær

Kane gagnrýnir stjörnur enska landsliðsins sem létu sig hverfa – ,,Ég er ekki hrifinn af þessu“

Kane gagnrýnir stjörnur enska landsliðsins sem létu sig hverfa – ,,Ég er ekki hrifinn af þessu“