Mexíkó 0 – 0 Pólland
HM í Katar er hafið og klukkan 16:00 hófst leikur Mexíkó og Póllands í C riðli sem er ansi sterkur.
Þessi riðill gæti endað á alls konar vegu en fyrr í dag vann Sádí Arabía lið Argentínu mjög óvænt 2-1.
Seinni leikur riðilsins var því miður ekki eins fjörugur en engin mörk voru skoruð að þessu sinni.
Mexíkó var sterkari aðilinn í leiknum en mistókst að koma boltanum í netið framhjá Wojciech Szczesny.
Besta færi leiksins fengu þó Pólverjar er Robert Lewandowski klikkaði á vítapunktinum í seinni hálfleik.