Manchester United á Englandi hefur staðfest það að félagið sé búið að rifta samningi Cristiano Ronaldo.
Þetta kemur fram í tilkynningu liðsins í kvöld en Ronaldo er nú staddur á HM með portúgalska liðinu.
Þetta er ákvörðun sem margir bjuggust við eftir viðtal sem Ronaldo fór í nýlega við Piers Morgan.
Þar gagnrýndi Ronaldo vinnubrögð Man Utd harkalega og sagði félagið hafa svikið sig.
Man Utd þakkar Ronaldo fyrir tíma sinn hjá félaginu en hann skoraði 145 mörk í 346 leikjum.