Bandaríska Glazer fjölskyldan er nú að skoða það að selja stórlið Manchester United.?
Það var Sky Sports sem greindi upphaflega frá þessu í kvöld en enska stórliðið hefur nú staðfest fregnirnar.
Í tilkynningu Man Utd kemur að stjórn félagsins vilji sjá til þess að besta ákvörðunin verði tekin að lokum.
,,Við munum skoða alla möguleika og sjá til þess að ákvörðunin verði sú besta fyrir Man Utd sem og stuðningsmenn liðsins,„segir á meðal annars í tilkynningunni.
Langdflestir stuðningsmenn Man Utd hafa beðið eftir þessum fregnum lengi en áhugi Bandaríkjamannana á félaginu er lítill.
Fjölskyldan hefur sett litla peninga inn í félagið en þó verið dugleg að taka út.
Það er mikið að gerast hjá Man Utd þessa dagana en Cristiano Ronaldo hefur einnig verið leystur undan samningi.