Frakkland 4 – 1 Ástralía
0-1 Craig Goodwin(‘9)
1-1 Adrien Rabiot(’27)
2-1 Olivier Giroud(’32)
3-1 Kylian Mbappe(’68)
4-1 Olivier Giroud(’71)
Franska landsliðið var í engum vandræðum í opnunarleik sínum á HM sem fór fram í kvöld.
Frakkland var fyrir leikinn talið mun sigurstranglegra en um er að ræða sigurvegara síðasta móts árið 2018.
Olivier Giroud var heitur fyrir framan markið í kvöld en hann skoraði tvö í 4-1 sigri Frakklands.
Ástralía byrjaði leikinn betur og komst yfir á níundu mínútu og það mjög óvænt. Frakkarnir svöruðu með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og tveimur í seinni.
Næsti leikur Frakklands er gegn Dönum og spilar Ástralía við Túnis.