Meiðsli Harry Kane eru ekki alvarleg og allt bendir til þess að hann geti spilað gegn Bandaríkjunum á HM í Katar.
Kane fékk högg í 6-2 sigri gegn Íran í gær en hann sást svo yfirgefa völlinn með umbúðir um ökkla sinn.
„Harry er í góðu lagi, þetta var slæmt tækling en hann gat klárað leikinn,“ sagði Southgate í dag.
„Við tókum hann af velli því við mátum stöðu okkar góða. Það var gott að geta frískað upp á sóknarleikinn, það var gott að geta spilað fleiri leikmönnum því valið var erfitt.“
Southgate sagði einnig að Harry Maguire væri í lagi en hann fór af velli vegna veikinda sem hrjáðu hann í gær.
England mætir Bandaríkjunum á föstudag þar sem sigur mun að öllum líkindum tryggja liðinu miða í 16 liða úrslit.