Lothar Matthaus er leikjahæsti leikmaður sögunanar á heimsmeistaramótinu en hann lék lengi vel með Þýskalandi.
Matthaus er 61 árs gamall í dag og starfar mikið í sjónvarpi en hann lék 150 landsleiki fyrir Þýskaland á sínum ferli.
Enginn leikmaður hefur spilað eins marga leiki á HM en Matthaus spilaði alls 25 leiki sem er enginn smá árangur.
Matthaus hefur nú nefnt þann leikmann sem að hann vonar að bæti met sitt og er það goðsögnin Lionel Messi.
,,Þegar einhver nær að bæta metið mitt, ég óska þess að það verði Messi,“ sagði Matthaus.
Messi er sex leikjum frá því að bæta met Matthaus en hann mun spila með Argentínu á HM í Katar og gæti jafnvel átt eitt inni til viðbótar.