Framherjinn Cody Gakpo bætti við mörgum milljónum á verðmiða sinn með marki gegn Senegal á HM í gær.
Gakpo var gríðarlega eftirsóttur í sumarglugganum en hann er leikmaður PSV í hollensku deildinni.
Gakpo var að skora sitt fimmta mark í 11 leikjum fyrir landsliðið og mun að öllum líkindum færa sig um set í janúar.
PSV mun fagna þessu marki Gakpo verulega en margar milljónir bætast á verðmiða leikmannsins eftir markið í gær.
Ef Gakpo heldur áfram á sömu braut mun verðmiðinn hækka enn meira en lið á Englandi eru að sýna leikmanninum mikinn áhuga.
Gakpo er 189 sentímetrar á hæð og spilar á vængnum og hefur gert 36 deildarmörk í 106 leikjum fyrir PSV.