Knattspyrnuaðdáendur hafa fengið að sjá svakalegum tíma bætt við leiki á Heimsmeistaramótinu í Katar. Það er ástæða fyrir því.
Aðeins tveir keppnisdagar eru búnir af mótinu og aðeins fjórir leikir. Þrátt fyrir það hefur alls 64 mínútum verið bætt við leikina.
Þar af var alls 24 mínútum bætt við í leik Englands og Íran í gær, þar sem lærisveinar Gareth Soutgate unnu glæsilegan 6-2 sigur. Að stórum hluta til var það vegna meiðsla markvarðarins Alireza Beiranvand.
Samkvæmt France Info er þetta vegna þess að dómarar eru að fylgja breyttum reglum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um uppbótartíma.
Markmiðið er að gefa nákvæmari uppbótartíma miðað við hversu miklum tíma er eytt í tafir í leikjum.
Er þetta gert þar sem talið er að leiktafir séu vandamál í knattspyrnuleikjum.