Timothy Weah skoraði sitt fyrsta mark á heimsmeistaramóti í knattspyrnu og fyrsta mark Bandaríkjanna á HM í Katar í fyrri hálfleik gegn Wales í 1. umferð B-riðils nú í kvöld. Bandaríkin leiða 1-0 nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks.
Timothy er sonur knattspyrnugoðsagnarinnar George Weah sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður heims árið 1995 í vali FIFA og átti yfir farsælum atvinumannaferli að skipa með liðum á borð við Paris Saint-Germain og AC Milan en George er nú forseti Líberíu.
Það má með sanni segja að Timothy sé í kvöld bæði að uppfylla draum sinn og föður síns en George náði aldrei á sínum ferli að spila á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með landsliði Líberíu.
Timothy, sem spilar jafnan með franska úrvalsdeildarfélaginu Lille, ákvað á sínum tíma að spila með landsliði Bandaríkjanna og er nú að spila í fyrsta skipti á stærsta sviði knattspyrnunnar, sjálfu heimsmeistaramótinu og það tólf árum eftir að faðir hans fór með hann sem stuðningsmann á HM 2010 í Suður-Afríku.
Frumraun Weah er að ganga vel hingað til, hann kom Bandaríkjunum yfir á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá Christian Pulisic.
USA 🇺🇸 1-0 🏴 WALES
⚽ 36′ Timothy Weah 🇺🇸#USMNTpic.twitter.com/Xg9adn7Oyu— All goals replay (@goalsreplayg) November 21, 2022