Bandaríkin 1 – 1 Wales
1-0 Timothy Weah(’36)
1-1 Gareth Bale(’82, víti)
Síðasta leik dagsins á HM í Katar er nú lokið en Bandaríkin og Wales áttust við.
Þessi tvö ágætu lið gerðu jafntefli að þessu sinni en Bandaríkin komust yfir með marki Timothy Weah.
Weah er öflugur sóknarmaður og er sonur George Weah sem var frábær spilari á sínum tíma.
Bandaríkin voru með forystu þar til á 82. mínútu er stórstjarna að nafni Gareth Bale jafnaði metin.
Bale skoraði markið úr vítaspyrnu og tryggði sínum mönnum stig í fyrsta leik.