Darwin Nunez fær reglulega hjálp frá landa sínum Luis Suarez en þeir eru samherjar í úrúgvæska landsliðinu.
Suarez var lengi einn besti sóknarmaður Englands og spilaði með Liverpool en Nunez gerði samning við liðið í sumar.
Nunez er nú byrjaður að setja boltann í netið fyrir Liverpool eftir kannski erfiða byrjun.
Suarez gerði þónokkur mistök á sínum tíma hjá Liverpool og passar upp á það að Nunez geri ekki það sama.
,,Nunez er að spila fyrir Liverpol eins og ég vissi að hann myndi gera. Hann er kominn af stað og ég er viss um að mörkin verða mörg og titlarnir margir,“ sagði Suarez.
,,Ég tala reglulega við hann, ég vil hjálpa honum að gera ekki sömu mistök og ég.“