Katar fór ekki vel af stað á HM sem haldið er í heimalandi þeirra. Mótið fór af stað í gær en Katar tapaði þá gegn Ekvador.
Ekvador byrjar mótið sterkt gegn gestgjöfunum og fögnuðu 2-0 sigri með tvennu frá Enner Valencia. Valencia er nafn sem margir kannast við en hann lék lengi vel með West Ham á Englandi.
Leikurinn var heilt yfir alls engin skemmtun og vonandi er meira fjör handan við hornið.
Upphitunaraðferð heimamanna hefur vakið mikla athygli netverja.
Aðferð sem þessi hefur ekki sést á hinu stóra sviði áður en spurning hvort heimamenn séu þarna að finna upp hjólið.
Qatar World Cup warm-up. 🤣😭 pic.twitter.com/gt8r5dpC3W
— Not Match of the Day (@NOT_MOTD) November 21, 2022