Barcelona hefur beðið tvo leikmenn félagsins, þá Frenkie de Jong og Marc-Andre ter Stegen, um að lækka laun sín.
Þetta gerir félagið vegna þeirra miklu fjárhagsvandræða sem það er í.
Vandræði Börsunga voru mikil fyrir en versnuðu enn frekar þar sem liðinu tókst ekki að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust.
Samkvæmt Mundo Deportivo eru þeir De Jong og Ter Stegen opnir fyrir því að lækka laun sín.
Barcelona reyndi að losna við De Jong í sumar til að losa um fjármuni.
Leikmaðurinn var sterklega orðaður við Manchester United. Hann vildi þó aldrei fara.