Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen og Senegal, hefur staðfest það að hann hafi gengist undir aðgerð.
Mane átti að spila með Senegal á HM í Katar sem er nú farið af stað en hann er besti leikmaður liðsins.
Því miður fyrir Mane og Senegal meiddist leikmaðurinn stuttu fyrir keppnina en sem betur fer fór aðgerðin vel.
,,Ég þakka Guði að aðgerðin sem ég fór í heppnaðist vel. Ég vil nýta tækifærið og þakka ykkur öllum,“ sagði Mane á meðal annars.
Þessi þrítugi leikmaður er upp á sitt besta í dag og þarf að bíða eftir því að spila á HM þar til ársins 2024.
,,Ég er viss um að liðsfélagar mínir muni berjast sem einn eins og þeir eru vanir til að heiðra okkar fallega Senegal.“