Enskir stuðningsmenn eiga í vandræðum með að komast inn á leikvanginn fyrir leik Englands og Íran á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Þetta segir blaðamaðurinn Henry Winter í færslu rúmum hálfíma fyrir leik, en hann hefst klukkan 13.
Um er að ræða fyrsta leik liðanna á HM. Bandaríkin og Wales eru einnig í riðlinum.
Winter segir að ströng öryggisgæsla sé fyrir utan völlinn og að vesen sé að skanna aðgangsmiðana.
Allt spilar þetta inn í tafir sem nú eru.
#ENG run out to huge cheers from those fans who have managed to get inside. More stuck outside in tight security and struggling ticket scanning. Kane will wear the FIFA-approved “no discrimination” armband. pic.twitter.com/nmydy9vanA
— Henry Winter (@henrywinter) November 21, 2022