„God save our gracious Queen,“ söng Mason Mount miðjumaður enska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íran í dag.
Íran var enginn fyrirstaða fyrir England en Englendingar minna Mount nú á það að drottningin sé ekki lengur á meðal fólks.
Elísabet lést á dögunum og er Karl sonur hennar nú kóngur í Bretlandi. Því er nú sungið um kónginn í þjóðsöng Bretlands.
Mount söng af gömlum vana um drottninguna og hefur enska þjóðin verið að minna á hann að drottningin væru nú öll.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Obviously Mason Mount still doesn’t realise that Charles is now the King 😂 pic.twitter.com/QF7mzEXaDM
— Brendan Barry-Murphy (@bbarrymurphy) November 21, 2022