Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ brast í grát þegar hún ræddi gagnrýni þegar hún sat fyrir svörum hjá RÚV í Katar í dag.
Vanda hefur legið undir harðri gagnrýni undanfarið, fyrst vegna þess að taka við fjármunum frá Sádi Arabíu og síðan þegar treyjur til landsliðskvenna voru til umræðu í samfélaginu og hvernig þær væru heiðraðar.
„Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda við RÚV.
„Þær voru ekki að gagnrýna mig, ég hef átt gott samtal við þær. Þessi tilfinning að vera ekki eins mikilvægur, ég hef fengið hana oft.“
Málið snérist um gagnrýni landsliðskvenna fyrir það að þær fengu ekki sömu athygli og karlarnir þegar þær næðu merkum árangri í landsliðinu.
Vanda útskýrði af hverju hún hefði ekki rætt málið mikið á opinberum vettvangi, var hún á fundi og á ferðalagi þegar málið sprakk út.