Það vakti töluverða athygli þegar Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, kallaði ekki annan sóknarmann inn í hóp liðsins fyrir HM í Katar.
Deschamps hafði möguleika á því eftir að besti leikmaður heims, Karim Benzema, meiddist og verður ekki með í mótinu.
Frakkar ætluðu að treysta á Benzema sem sinn sóknarmannn númer eitt en hann verður fjarri góðu gamni.
Deschamps hafði þó ekki áhuga á að kalla inn nýjan leikmann sem kom mörgum á óvart.
,,Ég tók einfaldlega ákvörðun. Ég tel að þetta sé gæðahópur og þeir standa saman innan sem utan vallar. Ég hef fulla trú á þeim,“ sagði Deschamps.
Benzema er að glíma við meiðsli í læri en Deschamps hefur augljóslega mikla trú á sínum leikmönnum fyrir keppnina.