Cristiano Ronaldo er kominn með 500 milljónir fylgjenda á Instagram. Er hann fyrstur til þess.
Portúgalski knattspyrnumaðurinn hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga. Hann fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan, þar sem hann gagnrýndi félag sitt, Manchester United, harkalega.
Talið er að dagar hans hjá félaginu verði brátt taldir.
Þetta hefur hins vegar skapað mikla umræðu í kringum Ronaldo og nú eru 500 milljónir manna að fylgja honum á Instagram.
Annar knattspyrnusnillingur, Lionel Messi, kemur þar næstur á eftir með 376 fylgjendur.