Cristiano Ronaldo er ekki mættur til að vera farþegi á HM í Katar að sögn fyrrum markmannsins Iker Casillas.
Casillas þekkir Ronaldo vel en þeir voru lengi vel samherjar hjá Real Madrid og unnu ófáa titla saman.
Ronaldo er í miðju stríði við Manchester United þessa stundina en hann er ekki inni í myndinni hjá félaginu.
Ronaldo er þó enn mikilvægur fyrir Portúgal og telur Casillas að hann verði einn af þeim markahæstu á HM.
,,Það er eins og Cristiano sé mættur á HM sem gestur og að fólk telji hann ekki með vegna vandræða hjá Manchester United,“ sagði Casillas.
,,Þegar fólk talar um Cris þá gleymir það hvað hann hefur gert. Hann hefur ekki gleymt því, hann veit hvað hann hefur afrekað.“
,,Ég væri alltaf til í að vera með hann í mínu liði. Cristiano er enn með hæfileikana að spila í hæsta gæðaflokki.„