Alireza Beiranvand markvörður Íran þurfti að fara af velli eftir þungt samstuð við samherja sinn í upphafi leiks.
Beiranvand fékk þungt högg á andlitið og blæddi nokkuð hressilega úr nefi hans.
Liðsmenn Íran vildu ólmir halda Beiranvand á vellinum og reyndu allt til þess að vekja hann eftir þungt högg. Fyrirliði liðsins skvetti meðal annars vatni í andlit Beiranvand.
Beiranvand reyndi að halda áfram en lagðist niður skömmu síðar og fór af velli. Höggið var þungt og líklega er Beiranvand nefbrotinn.
Samkvæmt reglum hefðu sjúkraþjálfarar og læknar Íran átt að taka Beiranvand að velli enda var höfuðhöggið þungt.
— Best Goalkeeper Saves (@BestSavesGK) November 21, 2022