Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, hefur nefnt besta samherja sinn hjá félaginu og er það nafn sem kemur kannski á óvart.
Van Dijk hefur leikið með leikmönnum eins og Mohamed Salah og Sadio Mane hjá Liverpool en sá síðarnefndi er genginn í raðir Bayern Munchen.
Roberto Firmino varð þó fyrir valinu hjá Van Dijk en hann hefur skorað 107 mörk í 438 leikjum fyrir þá rauðklæddu.
Firmino hefur aldrei verið helsta stjarna Liverpool en er duglegur í að aðstoða liðsfélaga sína í sókninni.
,,Ég myndi segja að hjá Liverpool er það Bobby Firmino. Ég veit hversu erfitt það er að spila gegn honum sem varnarmaður, hann kemur aftarlega á völlinn,“ sagði Van Dijk.
,,Ég get nefnt hann en það hefur einnig verið ánægjulegt að að spila með Mo Salah, Sadio Mane og Thiago.“