Það andar ekki köldu á milli Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, leikmanna Manchester United og portúgalska landsliðsins.
Þetta segir Bernardo Silva, samherji leikmannana í Portúgal, stuttu áður en liðið hefur leik á HM í Katar.
Myndband af þeim tveimur birtist nýlega þar sem Bruno virtist heilsa Ronaldo á mjög kaldan hátt eftir viðtal hans við Piers Morgan.
Ronaldo ræddi við Morgan í um tvo klukkutíma og gagnrýndi vinnubrögð Man Utd og er á förum frá félaginu á næsta ári.
Ronaldo fór yfir ýmis smáatriði í viðtalinu sem gæti hafa farið illa í marga leikmenn liðsins sem og Bruno.
,,Þetta er lið sem er með Cristiano innanborðs. Hann er hluti af þessu liði,“ sagði Bernardo.
,,Þegar hann var ekki með okkur þá höfum við svarað vel. Við erum tilbúnir, það eru 26 af okkur.“
,,Það er ekkert skrítið andrúmsloft á milli Bruno og Ronaldo. Ég sé ekki stórmálið. Það er leiðinlegt að þurfa að tala bara um þetta.“