England fer af stað með látum á HM í Katar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik dagsins.
Jude Bellingham skoraði fyrsta mark leiksins áður en Bukayo Saka skoraði glæsilegt mark. Raheem Sterling kom liðinu svo í 3-0 áður en fyrri hálfleikur var á enda.
Saka skoraði svo fjórða mark leiksins áður en Mehdi Taremi lagaði stöðuna fyrir Íran.
Það var svo varamaðurinn, Marcus Rashford sem bætti við fimmta markinu fyrir England. Annar varamaður, Jack Grealish skoraði svo sjötta mark leiksins. Taremi lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma en John Stones var dæmdur brotlegur.
Harry Maguire varnarmaður enska liðsins fór meiddur af velli í leiknum en óvíst er hvort það sé alvarlegt eða ekki.
Auganblikið var sérstaklega fallegt fyrir Saka og Rashford sem teknir voru af lífi og máttu þola mikinn rasisma eftir Evrópumótið á síðasta ári. Klikkuðu þeir á vítaspyrnum í úrslitaleiknum en svöruðu fyrir sig á fallegan hátt í dag.