England fer af stað með látum á HM í Katar. Liðið vann 6-2 sigur á Íran í fyrsta leik dagsins.
Jude Bellingham skoraði fyrsta mark leiksins áður en Bukayo Saka skoraði glæsilegt mark. Raheem Sterling kom liðinu svo í 3-0 áður en fyrri hálfleikur var á enda.
Saka skoraði svo fjórða mark leiksins áður en Mehdi Taremi lagaði stöðuna fyrir Íran.
Það var svo varamaðurinn, Marcus Rashford sem bætti við fimmta markinu fyrir England. Annar varamaður, Jack Grealish skoraði svo sjötta mark leiksins. Taremi lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma en John Stones var dæmdur brotlegur.
Einkunnir enskra landsliðsmanan úr leiknum eru hér að neðan:
Einkunnir:
Jordan Pickford – 6
Kieran Trippier – 7
Harry Maguire – 7
John Stones – 7
Luke Shaw – 7
Declan Rice – 7
Jude Bellingham – 9
Mason Mount – 7
Bukayo Saka – 9
Raheem Sterling – 8
Harry Kane – 7
Varamenn:
Eric Dier – 6
Marcus Rashford – 7
Phil Foden – 6
Jack Grealish – 7
Callum Wilson – 7