Harry Kane var skipt af velli í leik Englands og Íran á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag eftir að hafa fengið högg á hægri ökkla.
England vann leikinn 6-2 en Kane fór af velli á 76. mínútu.
Aðdáendur liðsins eru áhyggjufullir þar sem hann haltraði út í liðsrútuna eftir leik með umbúðir um ökklann.
Sjálfur sagði Kane við fjölmiðlamenn eftir leik að það væri í góðu lagi með hann.
Næsti leikur Englands er gegn Bandaríkjunum á föstudag.