Stuðningsmenn Barcelona á Spáni hafa valið verstu kaup liðsins í sumar og kemur valið ekki mikið á óvart.
Það var miðillinn Mundo Deportivo sem hélt þessa könnun og varð bakvörðurinn Hector Bellerin fyrir valinu.
Bellerin skrifaði undir eins árs samning við Barcelona í sumar og gekk í raðir félagsins frá Arsenal.
Bellerin er uppalinn hjá Barcelona en hann hefur alls ekki staðist væntingar á tímabilinu og verður látinn fara næsta sumar.
Bellerin hefur aðeins spilað 20 mínútur fyrir Barcelona síðan í september en meiðsli hafa spilað sitt hlutverk.
Robert Lewandowski voru bestu kaupin í sumar og fékk 9,32 í einkunn af 10 en Bellerin fékk aðeins 4,42 fyrir sína frammistöðu.