Algjörlega fáránlegt atvik áttu sér stað í FA bikarkeppni fyrir minni lið Englands nú um helgina.
Guiseley FC og Warringtown Town áttust þá við en það fyrrnefnda hafði betur með einu marki gegn engu.
Tony Thompson, markvörður Warrington, var rekinn af velli í síðari hálfleik eftir atvik sem tengdist stuðningsmönnun heimaliðsins.
Einn stuðningsmaður Guiseley ákvað að pissa í flösku og skipta þeirri flösku út fyrir drykk Thompson við marklínuna.
Thompson áttaði sig hvað hafði átt sér stað og spreyjaði í kjölfarið úrganginum í átt að stuðningsmönnum Guiseley og fékk rautt spjald.
Myndband af hegðun stuðningsmannsins má sjá hér.
.@theyellows @GuiseleyAFC @tonythompson918 pic.twitter.com/JU2wpdodum
— olly (@olly_lloyd1) November 19, 2022