Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle, viðurkennir að hann sé sár fyrir hönd liðsfélaga síns, Joelinton.
Joelinton er liðsfélagi Bruno hjá Newcastle en hann var ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir HM.
Bruno var hins vegar valinn að þessu sinni en Joelinton hefur verið einn öflugasti leikmaður enska liðsins á tímabilinu.
,,Ég er sár fyrir hans hönd því ég vonaðist eftir því að hann væri í hópnum með mér,“ sagði Bruno.
,,Hann er frábær leikmaður sem hefur spilað mjög vel á tímabilinu. Hann hefur hjálpað mér mikið síðan ég kom og ég horfi á hann sem bróður.“